Skip to content

eActros 400

  • 100% rafmagn
  • 400Kwh rafhlaða - 2 rafhlöðupakkar
  • Meiri farmþyngd

eActros 400 á styttri og meðallengri leiðir.

eActros 600 var frumsýndur í lok árs 2023 og nú kynnum við til sögunnar eActros 400. eActros 400 er byggður á sömu tækni og eActros 600, með 2 rafhlöðupökkum í stað 3ja eins og eru í eActros 600 og fæst með klassíska ökumannshúsinu auk nýja ProCabin hússins. eActros 400 getur því bæði hentað í dreifingu og á lengri leiðum þar sem ekki er krafist mikillar drægni, en því meiri farmþyngdar.

eActros hentar í alla flutninga

Með eActros 400 breikkar vöruframboðið og flestir ættu að geta fundið bíl við sitt hæfi. 6 hjóla dráttarbílar auk 6 og átta hjóla grindarbíla með fjölbreytt úrval hjólabila eru í boði, auk þess sem hægt er að fá 6 hjóla dráttarbíl breytt í átta eða 10 hjóla í breytingaverksmiðju Mercedes-Benz.

Nánari upplýsingar um eActros 400 á vefsíðu Mercedes-Benz Trucks

Ítarlegri upplýsingar um eActros 400 má nálgast á vefsíðu Mercedes-Benz.

Viltu vita meira um eActros 400? Við erum til staðar fyrir þig, sendu okkur fyrirspurn og við svörum eins fljótt og auðið er.

Ólafur Þór Þórðarson

Sölustjóri vörubíla