Smurþjónusta fyrir alla atvinnubíla
Landfari býður smurþjónustu fyrir alla atvinnubíla á tveimur þjónustuverkstæðum að:
Desjamýri 10 í Mosfellsbæ
Álfhellu 15 í Hafnarfirði
Á þessum þjónustuverkstæðum Landfara er fullkomin aðstaða fyrir smurþjónustu. Smurgryfjur er búnar fullkomnum tækjabúnaði sem styður við vandaða og nákvæma smurþjónustu á sem skemmstum tíma.
Við vitum að tími viðskiptavina okkar er dýrmætur og bjóðum þeim að bóka fyrirfram en tökum einnig vel á móti þeim sem kjósa að mæta beint á staðinn.
Viðskiptavinir geta notið þess að slaka örlítið á og fengið sér kaffi á huggulegum biðstofum á meðan við hröðum okkur við að veita vandaða smurþjónustu.
Eingöngu er notast við vottaðar hágæða smurolíur.