Skip to content
30. ágúst 2025

Landfari á Busworld 2025

Spennandi nýjungar á Busworld 2025

Daimler Benz sýningarbásinn á Busworld 2025

Í síðustu viku var Bus World 2025 sýningin haldin í Brussel. Fulltrúar Landfara voru á sýningunni og tóku á móti íslenskum gestum á stórglæsilegan sýningarbás Daimler Buses.

Á sýningarsvæði Daimler Buses voru 9 bílar með spennandi nýjungum, Setra, Toursimo og eCitaro. Auk þess voru 3 bílar á útisvæði.

Eitt af því eftirtektarverðasta á sýningunni var frumsýning á eIntouro hópferðabíl sem er fyrsti rafknúni hópferðabílinn sem Daimler Buses framleiðir, von er á þessum bíl í sölu í ársbyrjun 2027.

Allur rafbúnaður bílsins bæði rafhlöður, rafmótor og allur stýribúnaður er sá sami og er í eActros 600 vörubílum sem Daimler hefur framleitt og selt nú um nokkurt skeið, en þeir hafa komið verulega vel út um allan heim sem og hér heima á Íslandi.

eIntouro verður í boði með 2 rafhlöðum sem gefa 414 kWh afl, mesta drægni sem gefin er upp eru 500 km. Þessi bíll vakti verðskuldaða athygli á sýningunni og sýndu nokkrir viðskiptavinir okkar honum mikin áhuga enda spennandi kostur fyrir mörg verkefni.

eIntouro bílar á Busworld 2025

Daimler Buses kynnti einnig spennandi heildarlausnir þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum auk nýjustu tækni við stafræn samskipti við hópferðabíla frá Daimler Buses.

Íslenski hópurinn á vegum Landfara sem taldi að þessu sinni um 100 manns, en hópnum var boðið á sérstaka kynningu á íslensku með söluráðgjafa Landfara þar sem farið var yfir alla Daimler Buses bílana og nýjungar tengdum þeim.

Við hjá Landfara viljum þakka öllum sem kíktu á okkur á Bus World í Brussel og hvetjum þá sem ekki mættu þar til að hafa samband og fá upplýsingar um það sem er í vændum.

Nýjungar frá Daimler Benz á Busworld 2025