Nafnabreyting og nýtt merki
Sleggjan, systurfélag Öskju, heitir nú Landfari og er umboðsaðili Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla á Íslandi.
Nýtt heiti fyrirtækisins er liður í þeim breytingum sem unnið hefur verið að á síðustu mánuðum til að mæta framtíðarþörfum viðskiptavina og styrkir enn frekar stefnu fyrirtækisins til framtíðar.
Hér má sjá aðalútgáfu af merki félagsins